Öku Akademían

Námsskrá & kennsluskrá

kennluskrá Öku-Akademíunnar er í samræmi við námsskrá Samgöngustofu

Öku-Akademían - ökunám á netinu

Öku-Akademían er frumkvöðull í bóklegu ökunámi á netinu þar sem ökukennarinn þinn fylgir þér í gegnum bóklega námið í Öku 1 og Öku 2 og eru nemendur því líklegri til að ná skriflega og verklega prófinu í 1. tilraun. Skóla-Akademían ehf. stendur að baki Öku-Akademíunni en Skóla-Akademían rekur stafrænt fræðslusafn með námskeiðum á netinu sem eru hönnuð fyrir grunn- og framhaldsskóla fyrir menntun framtíðarinnar. 

Rectangle 46

Ökuskóli 1 - Öku 1

Öku 1

Öku 1 er skipt upp í 6 lotur. Í lok hverrar lotu er 10 spurninga kaflapróf og náminu lýkur með lokaprófi úr öllu efni námskeiðsins. Við lok hverrar lotu þarf að bíða í 21 tíma þar til næsta lota opnast. Þetta gerir það að verkum að námskeiðið tekur minnst sex daga skv. reglum Samgöngustofu. Öku 1 þarf að taka um það leyti sem byrjað er á verklegu kennslunni. Það gefur betri sýn á það sem gerist í fyrstu tímunum í verklega náminu eins og t.d. fræðsla um bifreiðina, um umferðarmerkin, umferðarlögin og
umferðarhegðun. Í ökuskólanum eru kennd öll þau fög sem þarf að læra fyrir bóklega þátt ökuprófsins, auk þess sem nemendur fá að spreyta sig á æfingarprófum sem kemur sér vel afar vel fyrir lokaprófið. 

Til að ljúka hverri lotu þurfa nemendur að klára útgöngupassa í hveri lotu fyrir sig en útgöngupassi samanstendur af 10 spurningum sem kanna þekkingu nemenda úr efni lotunnar. Við hverri spurningu er a.m.k eitt rétt svar, en stundum geta tvö verið rétt og jafnvel geta öll svörin verið rétt. Ef villurnar verða fleiri en 3 er gott fyrir nemendur að fara í gegnum lotuna aftur.

Lokapróf Öku 1

Þegar nemendur hafa lokið 6. lotu þá þarf að standast lokapróf sem er krossapróf.

Prófið samanstendur af 30 krossaspurningum. Því er skipt upp í tvo hluta með 15  spurningum í hvorum hluta. Hver spurning er með 3 svarliðum. Alltaf er að minnsta kosti eitt svar rétt, en þau geta líka verið tvö eða jafnvel að allir þrír liðirnir séu réttir. Þú mátt ekki hafa meira en 5 röng svör í hvorum hluta fyrir sig eða alls 10 röng svör. 

Allt námsefni er til staðar í ökuskóla Öku-Akademíunar og ekki er þörf á sérstakri kennslubók. Námið er uppbyggt þannig að nemendur þurfa ekki að lesa þar sem talgervil er innbyggður inn í námið sem getur lesið upphátt allt kennsluefnið. Auk þess eru ókeypis æfingapróf sem eru vel til þess fallin að tryggja góðan árangur og undirbúning fyrir skriflega lokaprófið.

Hver lota fjallar um mismunandi efni:

Ökunám og próf

Ökunám Skóla-Akademíunar

Markmið lotunnar

Upphaf ökunáms

Akstur og lífsstíll

Ferli ökunáms

Stafræn ökunámsbók

Akstur og kennsla

Ökuprófið

Ökuskírteinið

Almenn ökuréttindi B-réttindi

Tillitssemi í umferðinni

Stofnanir sem tengjast umferðinni

Umferðamerkin

Út í umferðina

Samantekt á lotu 1

Lotupróf 1

Markmið lotunnar
Forgangsreglur í umferðinni
Hægri forgangur

Forgangur hópbifreiða
Forgangur þar sem vegur þrengist
Forgangur á gangbrautum
Forgangsreglur – Varúð hægri réttur
Forgangsreglur – Víkja fyrir umferð sem kemur á móti
Forgangsreglur – Aðalbrautamerki
Forgangsreglur – Aðalbrautin liggur til hægri
Forgangsreglur – Stöðvunarskylda
Forgangsreglur – Forgang á umferð frá hliðarvegi

Forgangur á hringtorgum
Umferðarstjórn lögreglu
Umferðarstjórn lögreglu
Valdapýramídinn í umferðinni
Hámarkshraði á vegum
Umferðarljós
Umferðarljós með beygjuljósi
Beygt til vinstri á umferðaljósum
Bannmerki
Bremsukerfi bíla
Fótbremsa og handbremsa
Samantekt á lotu 2

Markmið lotunnar
Stýrisbúnaður og dekk
Mengun frá ökutækjum Hvar má ekki aka?
Kælikerfi bíla
Merkjagjöf við akstur
Beinskipting – Kúpling og gírkassinn
Sjálfskipting
Ljósabúnaður bílsins
Hvaða ljós eiga að vera framan á bílnum?
Hvaða ljós eiga að vera aftan á bílnum?
Mismunandi bílvélar Boðmerki
Upplýsingamerki
Bílar og umhverfið
Samantekt á lotu 3
Lotupróf 3

Markmið lotunnar
Bætt öryggisbúnað bíla
Öryggisbelti, höfuðpúðar og loftpúðar
Loftpúðar
Stöðvun og lagning ökutækja
Stöðvun og lagning
Staða á vegi
Aðreinar og fráreinar
Þjónustumerki
Pústkerfi
Akstur í umferð – Akreinar
Val á akreinum og akreinaskipti Vegvísir
Akreinamerki
Sjón og skynjun
Samantekt á lotu 4
Lotupróf 4

Markmið lotunnar
Bil á milli bíla
Viðbrags- hemlunar- og stöðvunarvegalengd
Höldum fókus í umferðinni
Leyfilegur hámarkshraði
Rafkerfi bíla
Olíukerfi bíla
Mælaborðið og gaumljós
Gaumljós í mælaborðinu
Miðflóttakraftur, veggrip og hreyfiorka
Miðflóttakraftur
Bráðabirgðamerki Undirmerki
Önnur merki
Samantekt á lotu 5
Lotupróf 5

Markmið lotunnar
Akstur á þjóðvegum
Akstur um jarðgöng
Ekið á þjóðvegum – framúrakstur bannaður
Ekið á þjóðvegum – erfiðar aðstæður
Ekið á þjóðvegum – blindhæð
Akstur í myrkri
Akstur á malarvegum
Vetrarakstur
Vetrarakstur – snjór
Vetrarakstur – veður og færð
Vetrarakstur – hálka Framúrakstur
Að hleypa framúr
Framúrakstur – hægra megin
Áhætta og áhættumat
Ekið með kerru
Bakkað
Umferðarslys – orsakir
Yfirborðsmerkingar
Yfirborðsmerkingar á vegi
Yfirborðsmerkingar á vegi
Samantekt á lotu 6

Lotupróf 6

hold a tablet

Ökuskóli 2 - Öku 2

Öku 2

Öku 2 er einnig skipt upp í 6 lotur og tekur hver lota um eina klukkustund. Í lok hverrar lotu er 10 spurninga kaflapróf og náminu lýkur með lokaprófi úr öllu efni námskeiðsins. Við lok hverrar lotu þarf að bíða í 21 tíma þar til næsta lota opnast og er skv. viðmiðunarreglum Samgöngustofu. Námskeiðið tekur því minnst sex daga.

Öku 2 er best að taka um það bil tveimur mánuðum fyrir bílprófið, en bóklega prófið má taka þegar það vantar tvo mánuði í 17 ára afmælisdaginn. Í ökuskólanum eru kennd öll þau fög sem þarf að læra fyrir bóklega þátt ökuprófsins, auk þess sem nemendur fá að spreyta sig á æfingaprófum sem kemur sér vel fyrir skriflega bílprófið. 

Til að ljúka hverri lotu þurfa nemendur að klára útgöngupassa í hverri lotu fyrir sig, 10 spurningar til að kanna þekkingu nemenda úr efni lotunnar. Við hverri spurningu er a.m.k eitt rétt svar, en stundum geta tvö verið rétt og jafnvel geta öll svörin verið rétt. Til að komast áfram í næstu lotu þurfa nemendur að klára útgöngupassann. Ef villurnar verða fleiri en 3 er gott fyrir nemendur að fara í gegnum lotuna aftur.

Lokapróf Öku 2

Þegar nemendur hafa lokið lotuprófinu í lotu 6 þá er næsta skref að standast loka krossaprófið sem opnast þegar lotu 6 er lokið.

Prófið samanstendur af 30 krossaspurningum. Því er skipt upp í tvo hluta með 15  spurningum í hvorum hluta. Hver spurning er með 3 svarliðum. Alltaf er að minnsta kosti eitt svar rétt, en þau geta líka verið tvö eða jafnvel að allir þrír liðirnir séu réttir. Þú mátt ekki hafa meira en 5 röng svör í hvorum hluta fyrir sig eða alls 10 röng svör. Við lok hverrar lotu þarf að bíða í 21 tíma þar til næsta lota opnast.

Þetta gerir það að verkum að námskeiðið tekur minnst sex daga skv. reglum námsskrár um ökunám. Í lok hverrar lotu er 10 spurninga lotupróf og náminu lýkur með lokaprófi úr öllu efni námskeiðsins. Allt námsefni er til staðar í ökuskóla Öku-Akademíunar og er námið uppbyggt þannig að nemendur þurfa ekki að lesa þar sem talgervil er innbyggður inn í námið. Auk þess er ókeypis æfingapróf sem eru vel til þess fallin að tryggja góðan árangur og undirbúning fyrir skriflega lokaprófð.

Hver lota fjallar um mismunandi efni:

Markmið lotunnar
Bílprófið
Ungir ökumenn í umferðinni
Viðhorf og akstur
Áhætta og áhættumat
Flokkar umferðarmerkja
Hámarkshraði á vegum
Hvaða ökutækjum má aka með B-réttindum?
Umferðarstjórnun lögreglu
Stöðvun og lagning ökutækja
Umferðarmerkin
Samantekt á lotu 1

Lotupróf 1

Markmið lotunnar
Víma – Þreyta – Veikindi
Syfja og akstur
Tilfinningar og akstur
Lyf og akstur
Áfengi og akstur
Viðurlög og refsingar
Bráðabirgðar- og fullnaðarskírteini
Ökuleyfissvifting
Sektir og refsipunkta
Akstur yfir hámarkshraða
Samantekt á lotu 2

Lotupróf 2

Markmið lotunnar
Valdapíramídinn í umferðinni
Skoðun ökutækja
Að draga aðra bíla
Forgangur í umferðinni
Forgangsreglur
Umferðarsálfræði
Sjón og skynjun
o Rétt beiting sjónarinnar
Jaðarsjónsvið
Jaðarsjónsvið og hraði
Athygli og skynfæri Öryggisbelti, höfuðpúðar og loftpúðar
Öryggisbúnaður
Loftpúðar
Nýjungar í öryggisbúnaði
Samantekt á lotu 3

Lotupróf 3

Markmið lotunnar
Tillitssemi í umferðinni
Vegfarendur
Börn í umferðinni
Aldraðir í ökumenn
Fatlaðir
Aðrir óvarðir vegfarendur
Hjólreiðafólk
Mótorhjól
Hestamenn
Bil á milli bíla
Viðbrags- hemlunar- og stöðvunarvegalengd Kraftar sem virka á ökutækið
Kraftar hreyfiorku
Krafta hreyfiorku í árekstri
Hámarkshraði í íbúðahverfum
Bremsukerfi bíla

Ekið með eftirvagn eða kerru
Samantekt á lotu 4
Lotupróf 4

Markmið lotunnar
Tryggingar
Kostnaður umferðaóhappa
Tjónstilkynning
Eldur í bílum
Ábyrgð á ástandi bíls og akstri
Orsakir umferðarslysa
Áhættuþættir í umferðinni
Kælikerfi bíla
Olíukerfi bílsins
Gaumljós í mælaborði
Rafgeymirinn og rafkerfi bílsins Bilanir í akstri
Rafbílar
Akstursöryggiskerfi
Árekstraröryggiskerfi
Er sjálfskipt bílpróf framtíðin?

Samantekt á lotu 5
Lotupróf 5

Markmið lotunnar
Komið að slysi
Að tryggja öryggi á slysstað
Hvernig tryggjum við öryggi?
Að sækja hjálp
Að veita skyndihjálp
Blástursaðferð – endurlífgun
Áverkar á höfði, hálsi eða baki
Ofkæling
Hliðarlega
Hjálparsími Rauða krossins
Spennum beltin alltaf! Samantekt á lotu 6
Lotupróf 6

woman_holding a Tablet

Ökuskóli 3 - Öku 3 (ökugerði)

Öku 3

Ökuskóli 3 er þriðji og síðasti hluti ökunámsins. Öku 3 fer fram í ökugerði (æfingasvæði fyrir akstur). Um er að ræða að minnsta kosti 1 kennslustund í stofu, 2 kennslustundir í forvarnahúsi og 2 kennslustundir í bifreið þar sem sérhæfð þjálfun fer fram í samræmi við kröfur námsskrár.

Til að ökunemi geti skráð sig í Öku 3 þarf stafræna ökunámsbókin á að sýna að Öku 1, Öku 2 og minnst 12 ökutímum sé lokið, en ökukennari lætur nemanda vita hvenær hann/hún getur skráð sig í skólann.

Við fræðslu í Öku 3 eru notuð ýmis hjálpartæki, svo sem bílbeltasleði og sérstök vog sem sýnir þá krafta sem leysast úr læðingi við umferðaróhapp.

Með Öku 3 er leitast við að láta nemendur upplifa hversu langa vegalengd þarf til að stöðva bifreið á ákveðnum hraða, til dæmis í hálku og er notaður sérhæfður skrikvagn í þá kennslu.

 

Öku 3 skiptist í forvarnarfræðsla og æfingar á brautum:

Fjallað er sérstaklega um:
öryggis- og verndarbúnað bifreiða
áhrif áfengis og annarra vímugjafa á aksturshæfni
áhrif þreytu á aksturshæfni

Ökugerði (verklegt nám)
Í æfingum á brautum er líkt eftir hættulegum aðstæðum. Markmiðið er að neminn átti sig á hversu auðvelt og fyrirvaralaust er hægt að missa stjórn á bifreið, til dæmis í hálku eða lausamöl.

Námsmarkmiðin eru þekking, hæfni og leikni

0 %

Þekking

0 %

Hæfni

0 %

Leikni

Þekking felst í að öðlast 100% þekkingu á umferðarlögunum, reglum, umhverfissjónarmiðum, hættuviðmiðum og notkun ökutækis. Þekking tryggir öruggan og ábyrgan akstur, umferðarskilning og fyrirhyggju. Þekking leiðir til öryggis í umferðinni.

Hæfni felst í jákvæðu viðhorfi til að læra að aka af öryggi, sýna tillitssemi í umferðinni og er grundvallaratriði fyrir ökunemendur. 100% hæfni felst í að sýna ábyrgð og halda yfirvegun og einbeitingu við breytilegar akstursaðstæður. Hæfni stuðlar að góðum aksturshæfileikum og réttri ákvörðunartöku í umferðinni.

Skilningur felst í að fylgja umferðarreglunum og aka ávallt af öryggi í umferðinni. Til dæmis að nota stefnuljós, viðhalda hæfilegu bili á milli ökutækja, skynja stöðvunarvegalengdir og mismunandi aðstæður á vegum. Skilningur hefur áhrif á hvernig ökumaður beitir þekkingu sinni og hæfni og minnkar þannig hættu á slysum og stuðlar að öryggi í umferðinni.

Þekking felst í að öðlast 100% þekkingu á umferðarlögunum, reglum, umhverfissjónarmiðum, hættuviðmiðum og notkun ökutækis. Þekking tryggir öruggan og ábyrgan akstur, umferðarskilning og fyrirhyggju. Þekking leiðir til öryggis í umferðinni.

Hæfni felst í jákvæðu viðhorfi til að læra að aka af öryggi, sýna tillitssemi í umferðinni og er grundvallaratriði fyrir ökunemendur. 100% hæfni felst í að sýna ábyrgð og halda yfirvegun og einbeitingu við breytilegar akstursaðstæður. Hæfni stuðlar að góðum aksturshæfileikum og réttri ákvörðunartöku í umferðinni.

Leikni felst í að fylgja umferðarreglunum og aka ávallt af öryggi í umferðinni. Til dæmis að nota stefnuljós, viðhalda hæfilegu bili á milli ökutækja, skynja stöðvunarvegalengdir og mismunandi aðstæður á vegum. Leikni hefur áhrif á hvernig ökumaður beitir þekkingu sinni og hæfni og minnkar þannig hættu á slysum og stuðlar að öryggi í umferðinni.