Öku Akademían

Einfaldara ökunám

Ökunámskeiðin okkar eru hönnuð til að mæta þörfum ökuskólanema og skila þeim sem góðum og öruggum bílstjórum út í umferðina. Hvert námskeið veitir alhliða kennslu og praktíska þjálfun til að hjálpa þér að byggja upp þá færni og þekkingu sem þú þarft til að verða góður og öruggur bílstjóri.

Námskeiðin okkar

Verklegar kennslustundir

Ökukennarinn annast þjálfun nemenda hvað varðar akstursfærni og umferðarskilning við verklegar kennslustundir. Ökuennarinn sér til þess að nemandi tileinki sér undirstöðuatriði við stjórn bifreiðarinnar og að nemandi tileinki sér rétt viðhorf í umferðinni sem hafi áhrif á ákvarðanatöku í umferðinni undir fjölbreyttum kringumstæðum. Verklega námið skilar þannig skilningi til nemenda varðandi hvernig beri að aðlagast kröfum umferðarinnar og aðstæðum hverju sinni.

Ökuskóli 1 & 2 (Öku 1 & 2)

Hvað er kennt í Ökuskóla 2?
Ökuskóla 2 er skipt upp í 6 lotur. Hver lota fjallar um mismunandi efni:

 • Upprifjun á Ökuskóla 1
 • Ábyrgð ökumannsins
 • Slys og skyndihjálp
 • Umferðarsálfræði
 • Áhættuþættir umferðarinnar
 • Opinber viðurlög við brotum

 • Við lok hverrar lotu þarf að bíða í 21 tíma þar til næsta lota opnast. Þetta gerir það að verkum að námskeiðið tekur minnst sex daga og fylgir reglum námskrár um ökunám.
  Í lok hverrar lotu er 10 spurninga kaflapróf og náminu lýkur með lokaprófi úr öllu efni námskeiðsins.
  Allt námsefni er til staðar í ökuskóla Öku-Akademíunar er námið uppbyggt svo að nemendur þurfa ekki að lesa þar sem talgervil er innbyggður inn í námið. Auk þess er ókeypis æfingapróf sem tryggja góðan árangur og undirbúning fyrir skriflega bílprófið hjá Frumherja.

  Ökuskóli 1 (Öku 1)

  Hvað er kennt í Ökuskóla 1?
  Ökuskóli 1 er bóklegt nám á Netinu.
  Ökuskóla 1 er skipt upp í 6 lotur. Hver lota fjallar um mismunandi efni:

 • Ökunámsferlið
 • Bíll og búnaður
 • Umferðarheild
 • Umferðarreglur
 • Umferðarskilti
 • Viðhorf og hegðun í umferðinni

 • Við lok hverrar lotu þarf að bíða í 21 tíma þar til næsta lota opnast. Þetta gerir það að verkum að námskeiðið tekur minnst sex daga og fylgir reglum námskrár Samgöngustofu um ökunám.
  Í lok hverrar lotu er 10 spurninga kaflapróf og náminu lýkur með lokaprófi úr öllu efni námskeiðsins.
  Allt námsefni er til staðar í ökuskóla Öku-Akademíunar. Nemendur geta valið um að lesa eða láta talgervil er innbyggður inn í námið sjá um lesturinn. Auk þess er fjöldi æfingaprófa til staðar sem tryggja frekar góðan árangur og undirbúning fyrir skriflega bílprófið.

  Ökuskóli 2 (Öku 2)

  Hvað er kennt í Ökuskóla 2?
  Ökuskóla 2 er skipt upp í 6 lotur. Hver lota fjallar um mismunandi efni:

 • Upprifjun á Ökuskóla 1
 • Ábyrgð ökumannsins
 • Slys og skyndihjálp
 • Umferðarsálfræði
 • Áhættuþættir umferðarinnar
 • Opinber viðurlög við brotum

 • Við lok hverrar lotu þarf að bíða í 21 tíma þar til næsta lota opnast. Þetta gerir það að verkum að námskeiðið tekur minnst sex daga og fylgir reglum námskrár um ökunám.
  Í lok hverrar lotu er 10 spurninga kaflapróf og náminu lýkur með lokaprófi úr öllu efni námskeiðsins.
  Allt námsefni er til staðar í ökuskóla Öku-Akademíunar er námið uppbyggt svo að nemendur þurfa ekki að lesa þar sem talgervil er innbyggður inn í námið. Auk þess er ókeypis æfingapróf sem tryggja góðan árangur og undirbúning fyrir skriflega bílprófið hjá Frumherja.