Öku Akademían

Spurt og svarað

Hér færð þú svör við spurningum varðandi ökunám hjá Öku-Akademíunni

 

Algengar spurningar

Þú mátt hefja námið á 16 ára afmælisdaginn. 

Fyrsta skrefið er að velja ökukennara.

Því næst sækir nemandi um námsheimild hjá sýslumanni.

Það þarf að skila inn mynd ásamt umsókn um ökuskírteini.

Einnig er hægt er að sækja um námsheimild með rafrænum skilríkjum á island.is en þá þarf einnig að fara til sýslumanns með mynd fyrir ökuskírteinið.

Ef nemandi svarar spurningu 1, 2 eða 3 í heilbrigðisyfirlýsingu með umsókn með „Já“ þá þarf einnig að skila inn sjónvottorði með umsókn um ökuskírteini.

Að þessu loknu er hægt að hefja Ökuskola 1.

Allir þeir sem eru orðnir 16 ára geta stundað nám hjá Öku-Akademíunni. Námið er fyrir þá sem vilja taka bílpróf sem kallað er Almenn ökuréttindi B-flokkur. Þessi flokkur á við um alla venjulega bíla og er eftirfarandi:

B-flokkur veitir rétt til að stjórna bifreið sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við:

1. Eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd eða
2. Eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé vagnlest 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd,

3. Bifhjóli á fjórum eða fleiri hjólum

4. Léttu bifhjóli í AM-flokki,

5. Bifhjóli á þremur hjólum í A1-, A2- eða A-flokki með þeirri takmörkun að sá sem er yngri en 21 árs má ekki stjórna slíku bifhjóli með afl yfir 15 kW,

6. Dráttarvél í T-flokki

7. Vinnuvél (akstur á vegum) og

8. Torfærutæki, s.s. vélsleða.

Best er að velja ökukennara úr frá því hvort þú ætlar þér að taka bílpróf á sjálfskiptan bíl eða beinskiptan bíl.

Best er að nálgast upplýsingar um ökukennarana hér inn á síðunni og velja þann sem þú telur að henti þér best, m.t.t. bíls, áhugamála ofl.

Allir ökukennarar Öku-Akademíunnar eru með starfsleyfi ökukennara sem er útgefið af Samgöngustofu og hafa hlotið viðurkennda menntun.

Hægt er að dreifa greiðslum fyrir Öku-pakkann með greiðsludreifingarsamningi á kreditkorti. Ef ökuskólarnir eru keyptir sérstaklega þá þarf yfirleitt að staðgreiða.

Ökuskóli 1 og Ökuskóli 2 fara fram á Netinu.

6 kennslulotur eru í Ökuskóla 1 og 6 kennslulotur eru í Ökuskóla 2.

Samkvæmt reglum Samgöngustofu þá má klára eina lotu á dag í bóklega náminu.

Þannig er hægt að ljúka hvorum ökuskóla fyrir sig á 6 dögum en hámark námstíma er 30 dagar í Ökuskóla 1 og 30 dagar í Ökuskóla 2. 

Það fer mikið eftir því hvað þú telur þig þurfa. Flestir bílar eru orðnir sjálfskiptir en mikið er ennþá til af beinskiptum bílum. Þú getur alltaf uppfært ökuskírteinið þitt yfir í að vera með réttindi á beinskiptan bíl líka, með tiltölulega einföldum hætti.

Það getur verið betra að læra á sjálfskiptan bíl þar sem þú nærð betri athygli við aksturinn á meðan þú ert að læra, því það þarf ekki að hugsa um að skipta um gíra.

Fyrst er sótt um nýtt ökuskírteini til Sýslumanns. Því næst er pantað aksursmat hjá Frumherja fyrir beinskiptan bíl og að afstöðnu akstursmati þá er nemandinn kominn með réttindi til að keyra beinskiptan bíl.

Allt kennsluefni er innbyggt í ökuskólanum á Netinu.

Nemendur hafa aðgang að kennslukerfinu 24/7.

Hægt að láta talgervil spila námsefnið eða nemendur lesa, eftir því sem hentar.

Einnig eru kennslumyndir og kennslumyndbönd í ökuskólanum.

Ef nemendur kjósa einnig að hafa bók til að nota meðfram náminu þá er hægt að fá kennslubók lánaða hjá okkur án endurgjalds.

Nemandi fær staðfestingu í Ökuskóla 1 og Ökuskóla 2 þegar hann hefur staðist skólann.

Öku-Akademían staðfestir einnig stafrænt í gegnum island.is þegar nemandi hefur lokið Ökuskóla 1 og Ökuskóla 2. Næsta skref er Ökuskóli 3.

Að afloknum Ökuskóla 3 fara nemendur annað hvort beint í skriflega ökuprófið eða taka fleiri ökutíma, hvort heldur er hjá ökukennara eða leiðbeinanda í æfingaakstri.

Innifalið í Öku-pakkanum er:

12 verklegar kennslustundir auk próftíma (13. tíminn)

Ökuskóli 1 með ökukennara

Ökuskóli 2 með ökukennara

Ökuskóli 3

Allt kennsluefni, bæði rafrænt eða bók

Æfingaakstursmerki

Hvaða kostnað bera nemendur sjálfir:

Verklegar kennslustundir umfram 12 ef á þarf að halda

Gjald fyrir ökuskírteini til sýslumanns

Próftökugjöld sem greidd eru til Frumherja, fyrir skriflega prófið og verklega prófið.

Hægt er að skipta greiðslum með greiðslukortum.

Hefja má æfingaakstur eftir 10 ökutíma hjá ökukennara og að afloknum ökuskóla 1.

Æfingaakstursmerkið færðu hjá ökukennara þínum þegar þú hefur fengið leyfi fyrir æfingaakstri.

 

Nei, það skiptir ekki máli, þú mátt taka æfingaakstur á annað hvort sjálfskptan bíl eða beinskiptan bíl, óháð því hvernig próf þú ert að taka að lokum.

Það er innbyggður talgervill í ökuskólanum sem les námsefnið á góðri íslensku.

Hægt er að breyta litum í bakgrunni fyrir þá sem eru með lestrarerfiðleika og finnst oft erfitt að lesa af hvítum skjá og hjálpar þá
oft að breyta litnum á bakgrunni.

Öll próf eru krossapróf og því er skriflegur texti ekki til staðar sem einfaldar námið fyrir marga.

Ökukennarar Öku-Akademíunnar fylgja nemendum eftir bæði í verklega og í bóklega náminu.

Ökukennarinn hefur yfirsýn yfir hvernig nemendum gengur í bóklega náminu og markmiðið er að koma nemendum í gegnum skriflega prófið í 1. tilraun.

Ökuskólinn okkar er með innbyggðum æfingaprófum sem nemendur geta spreytt sig á og einnig séð sjálfir hvernig þeir standa áður en farið er í skriflega prófið.

Þú kemur afar vel undirbúinn í próf eftir að hafa farið í gegnum ökuskóla Öku-Akademíunnar.

Námið er byggt upp með þeim hætti að þú þarft að klára lotur til að geta haldið áfram í næstu lotu þar á eftir.

Þegar þú hefur lokið öllum námslotunum þá færðu aðgang að æfingaprófum.

Við mælum með að nemendur fari vel í gegnum æfingaprófin og standi klárir á að geta staðist þau.

Ef nemandi er öruggur með að standast æfingaprófin, þá er allar líkur á að hann nái skriflega prófinu í 1. atrennu.

Allir ökukennarar Öku-Akademíunnar geta tekið nemendur í akstursmat.

Skrifleg próf:
Skrifleg lokapróf eru krossapróf sem samanstanda af 30 spurningum, 15 spurningar eru í A hluta prófsins og 15 spurningar eru í B hluta prófsins.
Ekki má fá fleiri villur en 7, þó má villufjöldi í A hluta prófsins ekki vera meiri en 2.
Boðið er upp á túlkapróf ef skrifleg próf eru ekki til á tungumáli próftaka.
Boðið er upp á próf á eftirfarandi tungumálum fyrir B- réttindi: Íslensku, ensku, dönsku, norsku, pólsku, sænsku, spænsku, tælensku og arabísku.
Skriflegt próf má taka mest tveimur mánuðum áður en próftaki verður 17 ára.
Verkleg lokapróf:
Þegar próftaki hefur staðist skriflegt lokapróf er heimilt að panta verklegt lokapróf.
Ökukennari sér um að panta próftímann. Ef próftaki stenst ekki próf er hægt að panta strax nýjan próftíma en a.m.k. vika verður að líða á milli prófa.
Hér eru upplýsingar um prófstaði.