Um okkur

Öku-Akademían er framsækinn ökuskóli á netinu sem hefur að markmiði að einfalda ökunámið og bjóða upp á hágæða ökukennslu 

Öku-Akademían

Öku-Akademían býður upp á fjölbreyttari námsleiðir en hingað til hafa staðið nemendum til boða þar sem áhersla er lögð á vellíðan nemenda og námsárangur á sama tíma. Námið er þannig byggt upp sem leiðsagnarnám og er með þeim hætti að ökukennarar skólans hafa aðgang að náminu ásamt nemendum og fylgja þeim þannig í gegnum ökunámið. Kennslukerfi ökuskólans byggir á fjölbreyttum kennsluháttum og inniheldur allt námsefni, myndbönd, námslotur, æfingapróf, stöðupróf, talgervil ásamt stuðningi við lesblindu. Kennslukerfið er íslenskt, sama kennslukerfi og Skóla-Akademían notar við kennslu og er byggt upp skv. námsskrá fyrir almenn ökuréttindi, flokk B sem Samgöngustofa gefur út.

Ökukennarar

Hjá Öku-Akademíunni starfa reynslumiklir ökukennarar sem taka vel á móti þér og leggja sig fram við að tryggja þinn námsárangur. Kennararnir sérhæfa sig í kennslu fyrir B-réttindaflokk sem er almennt ökunám og eru þess vegna tilvaldir til að kenna þér á bíl í fyrsta skipti.